4.6.2018 | 09:44
Búddatrú
Í Febrúar gerði ég verkefni um Búddatrú. Bekkurinn var skiptur í nokkra hópa og ég var með Teresu og Alex E í hóp. Við byrjuðum á því að tala saman um hvað við vildum læra um og ég valdi Gimsteinana þrjá, Teresa valdi áttfalda stíginn og Alex E valdi hátíðir. Við gerðum þetta verkefni í sway og enduðum á því að kynna verkefnið fyrir bekkinn.
Hér er verkefnið mitt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2018 | 09:32
vestmannaeyja ferð
Dagana 24- 25 maí fór ég með bekknum mínum í ferð til Vestmannaeyja. Við fórum í rútu til Landeyjahöfn og á leiðinni þangað stoppuðum við á nokkrum stöðum. Fyrsta stoppið var hjá strandakirkju og þar förum við inn í strandakirkju og Sigga Mæja sagði okkur frá kirkjunni og allt sem var í kring. Næsta stopp var hjá Seljalandsfossi og þar fórum við bakvið fossinn og borðuðum nesti. Eftir þetta fórum við til Landeyjahafnar og þar fórum við með Herjólfi til Vestmannaeyja. Á leiðinni til Vestmannaeyja var mikill öldugangur og báturinn veltist um. Þegar við komum til Vestmannaeyja var mikil sól og gott veður. Við löbbuðum í skátaheimili en þar myndum við gista. Það kom rúta að ná í okkur í skátaheimilið og rútan fór með okkur á flesta staði sem eitthvað merkilegt gerðist í Tyrkjaráninu. Bílstjórinn sagði okkur margt um Tyrkjaránið og við enduðum á því að fara í eldheima. Eldheimar er safn sem fræðir mann um allt það sem gerðist í eldgosinu árið 1973. Þegar við vorum búin í safninu fórum við í skátaheimilið og komum okkur vel fyrir. Í kvöldmat fengum við pizzu og margir spiluðu á meðan þeir borðuðu. Sumir krakkar fóru í sund en aðrir fóru á hoppudýnu. Þegar allir voru komnir heim var kvöldvaka og þá var verið að sýna skemmtiatriði. Eftir kvöldvökuna fórum við að sofa. Þegar við vöknuðum borðuðum við morgunmat og spiluðum. Þegar við vorum búin að borða og spila fórum við út og sólin var hátt á lofti og það var mjög heitt úti. Við vorum síðan skipt í tvo hópa og einn hópurinn fór að spranga á meðan hinn hópurinn fór á hoppudýnuna og svo skiptum við. Það var mjög gaman að spranga og fara á hoppuidýnuna. Eftir þetta löbbuðum við að höfninni í eyjum og tókum Herjólf heim. Það kom rúta að ná í okkur í Landeyjarhöfn og fór með okkur niður í skóla. Rútubílstjórinn var mjög fúll og leiðinlegur. Þessi ferð var mjög skemmtileg og við vorum ótrúlega heppin með veður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)